Já elskan

Ef þig langar að hlusta á eitthvað smá uppbyggilegt, pínu fyndið og sturlað skemmtilegt þá ertu á réttum stað! Kristjana Benediktsdóttir og Ingibjörg Ásta Bjarnadóttir leiða ykkur í gegnum allt og ekkert.

Listen on:

  • Apple Podcasts
  • Podbean App
  • Spotify
  • Amazon Music
  • iHeartRadio

Episodes

27. Karaoke rage

Monday Mar 17, 2025

Monday Mar 17, 2025

Síðan árið 2011 hafa 12 manns dáið í Asiu fyrir það eitt að syngja My way með okkar manni Frank Sinatra í karaoke. The my way killings er yfirheiti yfir þau ótal mörgu morð sem að hafa verið framin á saklausu fólki sem hélt að það réði við My way í karaoke. Við mælum með að fara til Asíu og henda í My way.. test your luck

26. Savant syndrome

Monday Mar 17, 2025

Monday Mar 17, 2025

Savant Syndrome er heilkennið sem lætur þig verða Erró (eða Perró) á einni nóttu, kunna alla stærðfræðina sem þú hefur strögglað við alla þína ævi eða verða Mozart bara við það eitt að heyra tónlist. Ert þú kannski með Savant Syndrome? https://www.instagram.com/jaelskan/

25. Bermúdaþríhyrningurinn

Thursday Mar 13, 2025

Thursday Mar 13, 2025

fréttastofan er löngu hætt að nenna þessu. Árið 1979 hurfu 18 flugvélar yfir Bermuda en hvarf á engri þeirra var tilkynnt í fréttum. Leyndadómar djúphafsins eru afhjúpaðir í þessum 30. þætti af Já elskan. Við reyndum við eðlisfræði en klipptum það út, heppin. Instagram: jaelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 23. nóvember 2020

Thursday Mar 13, 2025

Bára miðill sá Tsunami gerast á undan okkur öllum, hún sá fyrir hryðjuverkaárás á tónleikunum í París og snjóflóð sem gerðist á Íslandi. Fram koma mjög persónulegar lýsingar á okkur sjálfum og viðtöl við framliðna ættingja. Instagram: Jaelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 16. nóvember 2020

23. Samsæriskenningar

Thursday Mar 13, 2025

Thursday Mar 13, 2025

23 and me á DNA úr 23.5% bandarísku þjóðarinnar, hvað eru þau að plotta með Google og Youtube? Afhverju hlustar síminn þinn á þig? Notar ríkið hljóðbylgjur til þess að stjórna okkur? Við erum þrælar, hugsunarlausar dúkkur sem fylgjum bara skipunum yfirvalda. Við reynum okkar allra besta að sannfæra þig í þessum 28unda þætti af Já elskan. Varúð á 57 min þá gætir þú misst heyrnina ef þú ert með of hátt styllt. Instagram: jaelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 11. nóvember 2020

Thursday Mar 13, 2025

Katakomburnar í París er stærsta fjöldagröf í heimi. Þar er að finna veitingastaði, rave party og bíóhallir en líka glæpagengi, lík og drauga fólks sem hefur týnst í göngunum. Þú tekur eina ranga beygju og þú gætir týnst að eilífu í þessum 321 km löngu neðanjarðargöngum.  Kíktu á instagram fyrir myndir, instagram: jaelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 3. nóvember 2020

Thursday Mar 13, 2025

Arnþór upplýsir okkur um leyndardóminn á bak við dáleiðslu í þessum þætti af Já elskan. Þú færð svör við því hvernig í ósköpunum sé hægt að láta hóp af fólki fá fullnægingu og gelta eins og hundar. Sömuleiðis hvernig dáleiðsla getur unnið úr einföldum meinlokum eins og að ná heljarstökki á fimleikaæfingu. Svo vorum við líka dáleiddar á staðnum.. sneakpeak á instagram   IG: jaelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 26. október 2020

20. Alice in Wonderland Syndrome

Wednesday Mar 12, 2025

Wednesday Mar 12, 2025

Ímyndaðu þér, þú ert að horfa á sjónvarpið - kannski bara American Murder á netflix… og svo skyndilega stækkar sjónvarpið fyrir framan þig. Þú áttar þig á því að allt herbergið sem þú ert í er skyndilega orðið stærra. Þú lítur niður á símann þinn. Allt í einu stækkar síminn og stækkar þangað til hann er orðinn miklu stærri en hausinn á þér. Þú skoðar þá hendurnar þínar og þú ert bara komin með jafn stórar hendur og 2 ára frænka þín. Þú verður mjög hrædd þannig þú stendur upp úr sófanum og þá er allt í einu fjarlægðin í loftið á herberginu orðin 10 metrar og þú ert bara pínulítil vera í risastóru herbergi....  Instagram: jaelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 12. október 2020

19. Bruderhof Kommúnur

Wednesday Mar 12, 2025

Wednesday Mar 12, 2025

Bruderhof kommúnur, þar sem peningar eru ekki til og særingar eru notaðar til þess að lækna fólk af krabbameini, einhverfu og geðrænum vandamálum. Guð veri með ykkur. Instagram: jáelskan
Þessi þáttur var gefinn út: 2. október 2020

18. Tantra á Íslandi

Wednesday Mar 12, 2025

Wednesday Mar 12, 2025

Langar þig að endast lengur og njóta betur... þá er Tantra eitthvað sem þú ættir að skoða. Natha YogaCenter bíður upp á frían prufutíma í Sacred Sexuality þann 29. september kl. 20:00 fyrir þig og þinn heittelskaða maka. Þið finnið allt um Tantra á Íslandi hér: https://www.facebook.com/events/670090070267292/
Þessi þáttur var gefinn út: 21. september 2020

Copyright 2025 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20241125