Já elskan
83. Síðasti dagur Díönu prinsessu

83. Síðasti dagur Díönu prinsessu

January 19, 2022

Þann 31. ágúst 1997 lést Díana prinsessa í bílslysi. Það var allt stórfurðulegt við þetta bílslys sem átti sér stað í göngum í París. Af hverju virkuðu ekki eða var slökkt á öllum þessum 14 eftirlitsmyndavélum sem voru í göngunum? Af hverju fór sjúkrabíllinn ekki beint með hana á spítalann heldur keyrði löturhægt og stoppaði nokkrum sinnum á leiðinni?
Ansi margt fór úrskeiðis þetta kvöld sem við vinkonur ræðum í þaula í þessum þætti. 

Myndir á Instagram

82. The Kursk og kafbátaslysið

82. The Kursk og kafbátaslysið

January 13, 2022

Miði fannst á hafsbotni sem að lýsti hryllilegri upplifun þeirra 113 manns sem skipuðu áhöfnina í Rússneska kafbátnum, the Kursk. Miðinn lýsir því hvernig áhöfnin sat föst á botni Barentshafs í 9 daga. Myndir á gramminu!

Þessi þáttur er í boði GUM, við vinkonur erum sérstaklega spenntar fyrir rafmagnstannburstanum frá þeim, GUM Sonic ActiVital.

81. Lyfjarannsóknin sem fór úrskeiðis

81. Lyfjarannsóknin sem fór úrskeiðis

January 5, 2022

Fyrir nokkrum fáeinum stuttum örlitlum árum síðan var gerð saklaus lyfjarannsókn í London á 8 karlmönnum. Hún var ekki sauklausari en það að 6 af þeim enduðu með líffærabilanir og 2 í öndunarvél. Brútal dæmi

80. Rammstein

80. Rammstein

December 18, 2021

Bliðgunarkennd bandaríkjamanna, dildóar og eldvörpur. Við spjöllum um þegar Rammstein tröllreið öllu.

79. Bobby Fischer - Gyðingahatur og Ísland

79. Bobby Fischer - Gyðingahatur og Ísland

December 8, 2021

Bobby okkar Fischer, Fischer okkar Íslendinga átti erfitt uppeldi og stórfurðulegt líf sem innihélt meðal annars fleiri fleiri milljónir dollara í verðlaun, fangelsi í Japan, gyðingahatur, heimsókn til Íslands og síðar ríkisborgararétt en fyrst og fremst einstaka hæfileika í skák. Hlustið og þér munuð heyra.

78. Halastjörnu hysterían

78. Halastjörnu hysterían

December 1, 2021

Árið 1909 fylltust bandaríkjamenn ofsahræðslu þegar risastór halastjarna með eitruðu gasskýi stefndi á jörðina. Margir leituðu af skjóli í neðanjarðarbyrgjum á meðan aðrir vörðu tímanum með fjölskyldu og fóru með bænir en öfgatrúarflokkar nýttu sér tækifærið og færðu mannfórnir til þess að hrekja halastjörnuna á brott.
What the truck? 

77. Am I the a*hole pt.2

77. Am I the a*hole pt.2

November 25, 2021

Við erum mættar aftur með reddit þráðinn Am I the asshole sem er bara ein stór skemmtun. Það er ennþá meiri skemmtun þegar þið eruð með okkur í pælingunum um hvort hinir og þessir séu hálfvitar eða ekki.

76. 9/11 - Hetjusaga?

76. 9/11 - Hetjusaga?

November 17, 2021

Við vitum öll hvað gerðist 11. september 2001 en Tania Head veit allt. Hún var ein af 18 manns sem lifði af þegar suðurturninn hrundi í World Trade Center. Sagan hennar er ótrúleg, kannski of ótrúleg?

75. 10 cent beer night

75. 10 cent beer night

November 10, 2021
Cleveland Indians aðdáendur fylltust æsingi þegar þeir heyrðu af því að bjórinn átti að vera á 10 cent á næsta hafnaboltaleik á móti Texas Rangers. Leikurinn hófst með saklausri brjóstasýningu og endaði í hópslagsmálum. Það sem gerðist þar á milli er saga sem þið verðið að heyra. Þetta er frásögn af engum venjulegum íþróttaleik, enda vitum við ekkert um íþróttir.
 
74. Hrollvekja í Heiðmörk pt.2

74. Hrollvekja í Heiðmörk pt.2

November 3, 2021

Það er spooky season sem þýðir bílferð í Heiðmörk til þess að gera spooky þátt ennþá meira spooky.
Við vorum með hroll niður í vajayjay í þessum tveimur pörtum af hrollvekjusögum. 

 

Podbean App

Play this podcast on Podbean App